Print

Gátlisti fyrir brúðkaup

 

Gátlisti fyrir brúðkaup

6 - 24 mánuðum fyrir brúðkaup 

Ákveðið daginn 

Ákveðið hvernig brúðkaup þið viljið halda - hversu dýrt, hversu formlegt, hvenær dagsins, fjölda gesta o.s.frv. 

Pantið kirkju, prest og organista 

Pantið sal fyrir veisluna 

Pantið tíma hjá ljósmyndara 

Gerið ráðstafanir ef taka á athöfnina upp á video 

Byrjaðu að skoða brúðarkjóla - panta þarf brúðarkjólameð góðum fyrirvara eða gefa sér góðan tíma ef sauma á kjól - í báðum tilfellum þarf að gera ráð fyrir mörgum mátunum og því gott að vera tímanlega á ferðinni 

Pantið hljómsveit/ferðadiskótek fyrir veisluna 

Gerið uppkast að gestalista 

Skipuleggjið og pantið brúðkaupsferð 

Ákveðið litasamsetningu fyrir brúðkaupið - algent er að brúðarvöndurinn, skreytingar á bíl, skreyting í kirkju og veislusal sé í sama litatón og myndi þannig fallega heild 

Hugið að brúðarbíl 

Pantið gistingu fyrir brúðkaupsnóttina 

Talið við vinnuveitendur til að fá frí í kringum brúðkaupið 

Svo langar auðvitað öllum að líta vel út á brúðkaupsdaginn - þar sem kraftaverk gerast því miður ekki á einni nóttu væri ekki vitlaust að útbúa æfingaprógramm og fara strax að æfa

4 - 6 mánuðum fyrir brúðkaup 

Ákveðið gestalista 

Veljið og pantið veitingar í veislu - getur tekið langan tíma enda mikið í boði 

Athugið hvort þjónar fylgi með þegar keyptur er matur eða pantaður salur - ef ekki þá þarf að ráða þjónustulið Pantið brúðartertu 

Pantið tíma í snyrtingu og hárgreiðslu - sjáið til þess að þið fáið að fara í prufugreiðslu og prufuförðun 

Pantið eða útbúið boðskort og jafnvel líka þakkarkort 

Skráið ykkur á gjafalista 

Pantið brúðarvönd - ekki gleyma barmblóminu fyrir brúðgumann og svaramenn - athugið einnig með skreytingu fyrir kirkju, veislusal og brúðarbílinn með blómum svo allt verði í sömu tónum 

Vertu búin að panta brúðarkjól eða byrjuð að sauma hann - passaðu að panta eða kaupa líka alla fylgihluti eins og slör, skó, nærföt, nælonsokka, sokkaband o.s.frv. 

Pantið föt fyrir brúðguma 

Pantið föt fyrir brúðarmeyjar og -sveina

3 mánuðum fyrir brúðkaup 

Sækið um hjúskaparvottorð 

Hafið samband við lögfræðing ef gera á kaupmála 

Veljið veislustjóra Verslið hluti sem nota á við athöfnina og í veislunni - glös sem skála á í, gestabók, kökuhníf fyrir brúðartertuna, púða fyrir hringana o.fl. 

Byrjið að skipuleggja athöfnina - ákveðið tónlistina í kirkjunni og pantið söngvara eða kór 

Ef brúðkaupsferðin er á framandi slóðir þarf að athuga hvort þörf sé á bólusetningu og/eða vegabréfsáritunn - athugið hvort vegabréfin séu ekki í gildi 

Pantið giftingarhringana hjá Gulli & Silfri að sjálfsögðu

1 - 2 mánuðum fyrir brúðkaup 

Sendið út boðskort - passið að skrá hjá ykkur hverjir munu mæta og útbúa gestalista í samræmi við það 

Pantið danstíma og lærið brúðarvalsinn 

Veljið lag til að dansa fyrsta dansinn við - gott er að æfa sig við lagið strax 

Athugið hvort allur fatnaður verði ekki tilbúinn í tæka tíð - lokamátun ef á þarf að halda 

Fara í prufugreiðslu og prufuförðun - passa að taka slör og aðra fylgihluti með 

Staðfestið allar pantanir - kirkjuna, prestinn, organistann, veislusalinn, allar veitingar, ljósmyndara, hljómsveit, fatnað, hárgreiðslu, förðun, blóm, hótel o.s.frv. 

Veljið morgungjöf

2 - 4 vikum fyrir brúðkaup 

Hafið samband við þá boðsgesti sem ekki hafa svarað 

Tilkynnið þeim sem sjá um veisluna um fjölda gesta 

Hafið samband við prestinn og skipuleggið fund eða æfingu með honum í kirkjunni 

Útbúið sætaskipan og borðkort 

Finnið eitthvað gamalt, eitthvað nýtt, fáið eitthvað að láni og finnið eitthvað blátt. 

Farið yfir öll plön varðandi brúðkaupsferðina - sækið miðana 

Fáið einhvern til að keyra brúðarbílinn 

Ágætt væri að fara í andlitsbað/-hreinsun tímanlega svo húðin nái að jafna sig 

Sækja giftingarhringana

Viku fyrir brúðkaup 

Farið yfir allar pantanir og athugið hvort allt standist ekki - sækið það sem sækja þarf 

Passið uppá að vera búin að fá hjúskaparvottorðið í tíma 

Farið yfir allan fatnað og passið að enga fylgihluti vanti - gott er að ganga til skó sem eru nýir 

Farið yfir framkvæmd veislunnar með veislustjóra 

Byrjið pakka niður fyrir brúðkaupsferð 

Farið yfir hverjum á eftir að borga og hafið tilbúnar greiðslur í umslögum fyrir það sem þarf að borga á brúðkaupsdaginn - látið þó aðra fá umslögin svo þið getið einbeitt ykkur að því að njóta dagsins 

Útbúið "neyðartösku" til að hafa til taks á brúðkaupsdaginn sem inniheldur verkjatöflur, öryggisnælur, glært naglalakk, nál og tvinna, hárspray, hárspennur og -pinnar, bursta og greiðu, aukavaralit og snyrtivörur, aukanælonsokka eða -sokkabuxur, túrtappa eða dömubindi, tannbursta og tannkrem o.s.frv. - látið einhvern sjá um "neyðartöskuna" á brúðkaupsdaginn 

Reynið að slaka á - takið ykkur endilega frí a.m.k. einn dag fyrir stóra daginn og látið dúlla aðeins við ykkur - farið í handsnyrtingu, nudd o.þ.h.

Daginn fyrir brúðkaupið 

Farið yfir dagskrá morgundagsins og hafa allt tilbúið 

Sjáið til þess að lagt verði á borð í veislusalnum og hann skreyttur - passið að láta setja upp borð nálægt inngangi þar sem gestir geta lagt frá sér gjafirnar - einnig þarf gestabókin að vera í alfaraleið svo fólk verði duglegt að kvitta 

Sjáið til þess að brúðarbíllinn verði skreyttur 

Reynið slaka á og fara snemma að sofa - hvort á sínum stað

Brúðkaupsdagurinn 

Sjáið til þess að brúðarvöndurinn og blómin í hnappagötin verði sótt 

Reynið að slaka á og vera tímanlega að öllu 

Sjáið til þess að einhver komi töskunum fyrir brúðkaupsferðina, ásamt ferðafötunum ykkar uppá hótel 

Sjáið til þess að einhver pakki niður brúðargjöfunum að veislunni lokinni og komi þeim heim til ykkar 

Aðalmálið er þó auðvitað að þið njótið hverrar sekúndu af þessum degi sem þið hafið verið að skipuleggja og hlakkað til í lengri tíma

Eftir brúðkaupsdaginn 

Sjáið til þess að einhver sæki brúðarkjólinn og fatnað brúðgumans á hótelið, pakki þessu niður og annað hvort skili því á leiguna eða fari með heim til ykkar eftir því sem við á 

Sjáið til þess að allir þeir hlutir sem leigðir hafa verið verði skilað sem fyrst 

Sendið þakkarkort 

Haldið áfram að elska hvort annað og rækta ást ykkar

 


Gull og Silfur ehf.
Skartgripaverslun og verkstæði

Laugavegi 52
101 Reykjavík
Sími: 552-0620
Fax: 552-9130

www.gullogsilfur.is
gullogsilfur@gullogsilfur.is