SAGAN
GULL & SILFUR hefur í meira en 50 ár verið í eigu sömu fjölskyldunnar og í þrjár kynslóðir gullsmíðameistara.
Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari, sem lærði listina af föður sínum Steinþóri Sæmundssyni, er stofnandi fyrirtækisins og hefur starfað þar alla sína tíð ásamt konu sinni Kristjönu Ólafsdóttur verslunarstjóra. Sólborg S. Sigurðardóttir gullsmíðameistari hefur unnið við hlið föður síns síðan 2002 og eru þau kjarni starfseminnar í dag.
Verslunin og verkstæðið stóðu lengst af til húsa við Laugavegi 35 en færðu sig um set árið 2005 og opnuðu verslunina við Laugaveg 52.
Í desember 2023 lokaði verslunin við Laugaveg og í maí 2024 opnaði verslun og verkstæði við Brautarholt 20.
"Listræni andinn sveipar reksturinn daglegum ljóma. Í hverjum grip mótar fyrir listrænu handbragði og verklagi sem hefur fylgt okkur í gegnum tíðina. „Við teljum öruggt að handverkið okkar, þjónustan og sú stefna að vera til staðar með einstaka þjónustu, hafi skilað sér í velvild á markaðnum sem og í tryggð þeirra þúsunda viðskiptavina sem við eigum allt að þakka. Án þeirra værum við ekki starfandi, segir Sigurður G. Steinþórsson“ aðspurður um velgengni fyrirtækisins.